Rússnesk herskip sigla gegnum íslensku efnahagslögsöguna

Rússneska herskipið Pétur mikli.
Rússneska herskipið Pétur mikli. AP

„Okkur var kunnugt um þetta. Það er gert ráð fyrir að þessi floti sigli í gegnum íslensku efnahagslögsöguna á leiðinni á æfinguna,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, en floti rússneskra herskipa lagði í dag af stað frá Severomorsk-höfn í Norður-Rússlandi áleiðis til Venesúela.

Þar ætla þau að taka þátt í heræfingum með Venesúela-mönnum, að því er fram kemur hjá BBC.

Samkvæmt hafréttarsáttmálanum mega Rússar fara um efnahagslögsöguna hér. Ferðirnar eru því aðeins tilkynningskyldar, sé farið inn fyrir fyrir 12 mílna lögsögu Íslands. 

Urður segir gert ráð fyrir að rússnesku skipin verði hér á ferð í byrjun nóvember. 

Meðal þeirra er beitiskipið Pétur mikli sem er um 19.000 tonn, kjarnorkuknúið og búið stýriflaugum. Það er eitt öflugasta skip rússneska flotans. Tvær rússneskar sprengjuflugvélar tóku í liðinni viku þátt í æfingum með flugher Venesúela.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert