Skólatöskudagar í grunnskólum

Það skiptir máli að vanda valið og gæta þess að …
Það skiptir máli að vanda valið og gæta þess að skólatöskur séu rétt stilltar Eyþór Árnason

Iðjujþálfar munu þessa vikuna heimsækja grunnskólabörn, vikta skólatöskur og bjóða upp á fræðslu um rétta notkun skólatöskunnar, en mikilvægt er að þyngd töskunnar sé í samræmi við líkamsburði hvers barns

Iðjuþjálfafélag Íslands stendur fyrir Skólatöskudögum í samstarfi við Lýðheilsustöð að bandarískri fyrirmynd og er yfirskrift átaksins „Létta leiðin er rétta leiðin.“ Þetta er þriðja árið sem félagið stendur fyrir þessum viðburði og segir í fréttatilkynningu að Skólatöskudagar spili stórt hlutverk í forvarnarvinnu með börnum, þar sem stoðkerfisvandamál aukast stöðugt meðal barna og ungmenna.

Um 50 íslenskir iðjuþjálfar, auk iðjuþjálfanema við Háskólann á Akureyri, munu heimsækja 40 grunnskóla víðsvegar um landið.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Iðjuþjálfafélagsins www.ii.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert