Björn segir að fylla þurfi skörðin

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að skýr efnisleg rök hafi verið færð fyrir því af sinni hálfu að auglýsa lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum laust og hann hafi ekki búist við þessum viðbrögðum Jóhanns R. Benediktssonar.

„Að lögreglustjóri bregðist við á þann veg, sem fyrir liggur, kom mér á óvart,“ segir Björn. „Ég óska honum og samstarfsmönnum hans, sem nú kveðja embættið, velfarnaðar og þakka þeim samfylgdina síðan 1. janúar 2007 þegar embættið færðist frá utanríkisráðuneyti undir dóms- og kirkjumálaráðuneyti.“

„Nú blasir við að fylla skörð þeirra, sem kveðja, og tryggja framtíð hins mikilvæga starfs, sem unnið er af lögreglu, tollvörðum og öryggisvörðum við embættið,“ segir Björn. Í því efni þurfi í senn að taka á stjórnsýslulegum og fjárhagslegum þáttum með skýr framtíðarmarkmið í huga og í samræmi við eðlilega verkaskiptingu innan stjórnarráðsins.

Þrír lykilstarfsmenn lögregluembættisins á Suðurnesjum sögðu upp í dag ásamt Jóhanni R. Benediktssyni lögreglustjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert