Eldsneyti hækkar um 3-6 krónur

N1 og Skeljungur hafa hækkað verð á eldsneyti í dag. N1 hækkar verð á bensínlítra um 3 krónur og á dísilolíulítra um 5 krónur en Skeljungur hækkar bensínverð um 4 krónur og dísilolíu um 6 krónur lítrann.

Algengt verð eftir þessa hækkun er 168,70 krónur bensínlítrinn hjá N1 í sjálfsafgreiðslu og  186,80 krónur dísilolíulítrinn. Hjá Skeljungi er algengt verð á bensíni 169,70 krónur og 185,60 á dísilolíulítra en félagið lækkaði verð á dísilolíu í síðustu viku.

Önnur olíufélög hafa ekki breytt verði enn. Lægsta verðið er hjá Orkunni, 163 krónur bensínlítrinn og 177,80 dísilolíulítrinn. 

Í tilkynningu frá N1 segir, að þar hafi eldsneytisverði ekki verð breytt síðustu 30 daga þrátt fyrir gríðarlegan óróa á gjaldeyrismörkuðum og olíumörkuðum. Segir N1 að horfur á olíumörkuðum og gjaldeyrismörkuðum séu neikvæðar til skemmri tíma lítið og því sé ekki hægt að komast hjá verðhækkun á þessum tímapunkti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert