Fé bjargað úr hólmum

Bændur í Hallkelsstaðahlíð í Kolbeinstaðahreppi urðu um helgina að hringja í björgunarsveitina Elliða og fá þaðan bát til að bjarga kindum í Hlíðarvatni. Þar voru sex kindur í tveimur hólmum komnar í hættu og var annar hólmurinn kominn á kaf.

Á fréttavef Bændablaðsins er haft eftir Sigrúnu Ólafsdóttur í Hlíð, að vatnið sé nú álíka vatnsmikið og í mestu vorleysingum. Vitað sé að a.m.k. fjórar kindur frá bænum hafi drukknað í vatnavöxtunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert