Jóhann tilkynnti afsögn

Jóhann Benediktsson, Eyjólfur Kristjánsson Guðni Geir Jónsson og Ásgeir J. ...
Jóhann Benediktsson, Eyjólfur Kristjánsson Guðni Geir Jónsson og Ásgeir J. Ásgeirsson koma til starfsmannafundarins í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhann R. Benediktsson, lögreglu- og tollstjórinn á Suðurnesjum, hefur í dag óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að fá að hætta störfum þann 1. október næstkomandi.  Jóhann tilkynnti samstarfsfólki sínu þetta á starfsmannafundi í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í dag.

Þá tilkynnti Jóhann einnig að á undanförnum vikum hefðu þrír lykilstarfsmenn hjá embættinu einnig óskað eftir því að hverfa frá störfum frá sama tíma. Það eru Eyjólfur Kristjánsson staðgengill hans, Guðni Geir Jónsson fjármálastjóri embættisins og Ásgeir J. Ásgeirsson starfsmannastjóri þess.

Aðdragandi málsins er langur, en ákveðin kaflaskipti urðu í mars sl. þegar dómsmálaráðherra tilkynnti að hann hygðist skipta embættinu upp. Sú ákvörðun ráðherra var fyrirvaralaus og án nokkurs samráðs við fag- og stéttarfélög eða yfirstjórn  embættisins, að því er segir í tilkynningu.

„Ákvörðun ráðherra og aðdragandi hennar mætti mikilli gagnrýni bæði meðal starfsmanna embættisins og annarra og tilkynnti Jóhann að hann myndi hann hætta störfum ef af uppskiptingunni yrði. Frumvarp til breytinga á tollalögum sem fól í sér fyrrnefnda uppskiptingu var stöðvað meðförum Alþingis.

Samskipti ráðuneytisins og embættisins hafa frá þeim tíma verið afar stirð. Embættið hefur á undanförnum mánuðum lagt sig fram við að vinna markvisst að lausn deilunnar og mætt kröfum ráðuneytisins um fjárhagslega aðgreiningu tollgæslu, lögreglu og öryggisdeildar meðan fagleg yfirstjórn þeirra yrði óbreytt. Sú vinna embættisins hefur ekki fengið hljómgrunn innan ráðuneytisins.

Ítrekaðar tilraunir yfirstjórnar embættisins til að bæta samskipti þess og ráðuneytisins hafa ekki borið árangur og er nú svo komið að algjör trúnaðarbrestur er á milli aðila að mati embættisins. Við þær aðstæður er ljóst að embættið kemur ekki til með að njóta sannmælis og sanngjarnrar meðferðar innan ráðuneytisins. Því metur lögreglu- og tollstjóri stöðuna þannig að nýir stjórnendur, þóknanlegir ráðuneytinu, verði að koma að embættinu. Þannig verði framtíð starfsmanna og starfseminnar tryggð.

Með bréfi dagsettu 8. september sl. var lögreglu- og tollstjóra tilkynnt sú ákvörðun dómsmálaráðherra að staða hans yrði auglýst er skipunartími hans rennur út þann 31. mars næstkomandi. Forsendur þeirrar ákvörðunar voru fyrst kynntar í fjölmiðlum um nýliðna helgi. Þær skýringar  eru  léttvægar og  dæma sig sjálfar.

Lögreglu- og tollstjóri óskar starfsmönnum og embættinu alls hins besta í framtíðinni og skorar á ráðamenn þjóðarinnar að tryggja að það öfluga og giftusamlega starf sem þar hefur verið unnið fái þann stuðning og skilning sem það verðskuldar. Alvarleg staða löggæslunnar í landinu er verulegt áhyggjuefni fyrir samfélagið allt og róttækra aðgerða þörf ef ekki á illa að fara,"  segir í tilkynningu lögreglustjórans.

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum
Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áhuginn mun aukast mikið

Í gær, 22:54 „Þetta eru frábær kaup, mér líst alveg ljómandi vel á þetta,“ segir Magnús Steindórsson, Eyjamaður og stuðningsmaður Everton, um kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Meira »

Hlustendur verða hluti af verkinu

Í gær, 21:30 Ingibjörg Friðriksdóttir, tónskáld, söngkona og hljóðlistakona, hefur lengi fengist við tónsmíðar og listsköpun. Hún útskrifaðist frá Mills College í Bandaríkjunum og er útskriftarverkefni hennar til sýnis í Hörpu fram yfir Menninganótt. Í verkinu sameinar Ingibjörg ástríðu sína fyrir tónlist og listsköpun, en allir þeir sem koma og upplifa verk hennar verða ósjálfrátt hluti af því. Meira »

Fjölskyldur sameinast á Dönskum dögum

Í gær, 20:55 Bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi fer fram í 23. sinn um helgina þar sem fjölskyldur koma saman og njóta fjölbreyttrar dagskrár með dönskum blæ. Meira »

„Geirvörtusmyrsl og vasilín á hæla“

Í gær, 20:42 „Ef ég get hlaupið 21 kílómetra þá geta allir hlaupið. Það er engin afsökun,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann kveðst ekki vera mikill hlaupari en ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu Meira »

Hleypur kasólétt í Reykjavíkurmaraþoninu

Í gær, 20:35 „Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir, sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, kasólétt. Kolbrún hleypur fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar, sem lést aðeins sjö vikna gamall. Meira »

Dagskráin endurspeglar listalíf bæjarins

Í gær, 20:15 Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fer fram í Hveragerði nú um helgina með fjölbreyttum tónlistarviðburðum og áhugaverðum listviðburðum ásamt því sem Kjörís býður gestum og gangandi upp á furðulegar ístegundir. Meira »

Þarf að komast á hreint sem fyrst

Í gær, 18:33 Borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir kveðst hafa hugleitt að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og áður hefur komið fram hyggst núverandi oddviti, Halldór Halldórsson, stíga til hliðar að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Meira »

Íslendingar heilir á húfi

Í gær, 18:53 Engar tilkynningar hafa borist utanríkisráðuneytinu um að Íslendingar séu á meðal þeirra sem létust eða urðu fyrir meiðslum vegna hryðjuverksins í Barcelona á Spáni þar sem sendiferðabifreið var ekið á hóp gangandi vegfarenda á Römblunni með þeim afleiðingum að 13 létu lífið og að minnsta kosti 50 urðu fyrir meiðslum en gatan er vinsæl meðal ferðamanna og heimamanna. Meira »

Tjáir sig ekki um ráðningu borgarlögmanns

Í gær, 18:32 Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður vill ekkert tjá sig um ráðningu borgarlögmanns. Ebba Schram hæsta­rétt­ar­lögmaður var ráðin borgarlögmaður í síðustu viku en hún og Ástráður sóttu tvö ein um stöðuna. Meira »

Drónaflug bannað á Ljósanótt

Í gær, 17:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa bannað flug dróna á og yfir hátíðarsvæði Ljósanætur sem haldin verður í Reykjanesbæ helgina 31. ágúst til 3. september. Meira »

Fjarðarheiði hefur verið opnuð

Í gær, 17:21 Vegurinn um Fjarðarheiði hefur verið opnaður aftur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni en honum var lokað tímabundið fyrr í dag vegna umferðarslyss. Meira »

Fjarðarheiði lokað vegna óhapps

Í gær, 16:09 Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokuð vegna umferðaróhapps sem varð efst á heiðinni. Mikil þoka er á svæðinu en lítil eða engin slys urðu á fólki. Meira »

Biðja Íslendinga um að láta vita af sér

Í gær, 16:05 Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem eru á svæðinu í kringum Römbluna og Plaça Catalunya í Barcelona, þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur fyrir stuttu, að vera vel vakandi yfir tilmælum yfirvalda á staðnum. Meira »

Björgun flytur í Gunnunes

Í gær, 15:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, skrifa á morgun undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes, sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Meira »

Vilja stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar

Í gær, 15:22 Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur Kísilmálverksmiðju United Silicon verði stöðvaður hið fyrsta, að minnsta á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag. Meira »

Neytendasamtökin boða félagsfund

Í gær, 15:42 Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Þar verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna. Meira »

98% telja barni sínu líða vel í leikskóla

Í gær, 15:22 Nýleg könnun meðal foreldra leikskólabarna sýnir að 98% foreldra telja að barninu þeirra líði vel í leikskólastarfinu og að barnið þeirra sé þar öruggt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ekki formannsins að segja sína skoðun

Í gær, 15:03 Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun. Meira »
Framlenging a brun og lok og hringur
framlegging a 60 cm skolpbrunn einnig brunnlok tolir mikinn tunga og rammi e...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 321.300,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...