Fíkniefnaleit á Sauðárkróki

Bóknámshús FNV á Sauðárkróki.
Bóknámshús FNV á Sauðárkróki.

Áhöld til fíkniefnaneyslu fundust en engin fíkniefni við leit á heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki í morgun.

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, sagði í samtali við mbl.is að fíkniefnaleit á heimavistinni sé árviss viðburður. „Þetta er sama og gert hefur verið undanfarin ár. Við förum með leitarhund á heimavistina til að taka stöðuna og athuga hvort þar er eitthvað sem ekki á að vera þar.“

Í leitinni tóku þátt átta lögreglumenn og naut lögreglan á Sauðárkróki liðsinnis fíkniefnateymis lögreglunnar á Norðurlandi. Einn leitarhundur var notaður við leitina.

Stefán Vagn sagði þessa leit ekki tengjast miklum fundi fíkniefna í bænum á dögunum. Þetta sé aðskilið mál.

Í gær tók lögreglan á Sauðárkróki tvo ökumenn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert