Þjónustu við börn með athyglisbrest áfátt

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, segir ljóst að þjónustu við börn og unglinga með athyglisbrest og ofvirkni sé að ýmsu leyti áfátt. Fyrir því væru ýmsar ástæður, en stærsti vandinn virtist liggja í óskýrum mörkum milli stjórnvalda og óljósri verkaskiptingu.

Þetta kom fram í ávarpi Jóhönnu á tveggja daga ráðstefnu ADHD samtakanna sem hófst í Reykjavík í dag og er haldin í tilefni 20 ára afmælis samtakanna.

Um þetta er meðal annars fjallað í skýrslu nefndar um bætta þjónustu við börn og unglinga með ADHD sem skilaði ráðherra tillögum sínum nýlega. Ráðherra sagði mikilvægt að tillögurnar byggjast á sameiginlegum niðurstöðum fagfólks og sérfræðinga þriggja ráðuneyta, fulltrúa sveitarfélaga og ADHD samtakanna. Þá tækju þær að nokkru leyti á þeim vanda sem stafar af óljósri verkaskiptingu en í þeim væru verkefni tilgreind, ábyrgðaraðilar skilgreindir, samstarfsaðilar tíundaðir og jafnframt væri verju verkefni settur tímarammi og það kostnaðarmetið.

„Í samstarfi ráðuneytanna er nú unnið hörðum höndum að því að koma skipulagi á þjónustuna í samræmi við niðurstöður nefndarinnar og tryggja þannig að deilur um keisarans skegg standi ekki í vegi fyrir þjónustu. Þegar upp er staðið er hér um að ræða nýtingu á fé skattgreiðenda í þágu samfélagsins og því ótækt að láta deilur um það úr hvaða vasa fjármunirnir eru teknir standa þjónustunni fyrir þrifum.“

Ávarp ráðherra í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert