Ólafur Jóhann: Við feðgar vorum mjög nánir

Ólafur Jóhann Sigurðsson
Ólafur Jóhann Sigurðsson mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Við feðgar vorum mjög nánir, segir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður í New York, um samband sitt við föður sinn, Ólaf Jóhann Sigurðsson rithöfund sem hefði orðið níræður um þessar mundir ef honum hefði enst aldur til.

Ólafur Jóhann skrifar stuttlega um samband sitt við föður sinn í Lesbók Morgunblaðsins á morgun þar sem meðal annars kemur fram að hann hafi verið undir talsverðum áhrifum af föður sínum sem rithöfundur. Segist hann meðal annars að faðir sinn hafi lesið yfir fyrir hann þegar hann byrjaði að semja: „Það var stundum eins og að sitja á bekk í háskóla."

Í Lesbókinni er einnig birt grein Þóru Sigríðar Ingólfsdóttur um skáldskap Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og viðtökur en hún telur hann ekki hafa verið metinn að verðleikum.

Í tilefni af 90 ára afmæli Ólafs Jóhanns Sigurðssonar verður þríleikur Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann endurútgefinn í tveimur bindum. Fyrsta bindið nefnist Páls saga og inniheldur skáldsögurnar Gangvirkið og Seið og hélog.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert