Skotveiðifélag Íslands 30 ára

Hreindýr eru vinsæl bráð.
Hreindýr eru vinsæl bráð. Ómar Óskarsson

Í dag eru 30 ár liðin frá stofnun Skotveiðifélags Íslands. Af því tilefni hyggst félagið gera DVD-mynd sem verður dreift til félagsmanna um skotveiðar í íslenskri náttúru.

Á heimasíðu Skotveiðifélagsins segir að í myndinni verði fjallað um íslensk veiðidýr og veiðar á þeim, öryggismál og allt það sem viðkemur veiðum. Um sé að ræða fræðslumynd sem gagnast ætti veiðimönnum og þá ekki síst þeim sem eru að hefja veiðar. Einnig er í bígerð að vinna fræðsluefni um verkun og meðhöndlun villibráðar en reynslan sýnir að talsvert skortir á að veiðimenn kunni að verka bráð sína svo vel sé

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert