Vill ný lög um bankastarfsemi


Ögmundur Jónasson þingflokksformaður Vinstri grænna segir að stjórnvöld hafi verið vöruð við einkavæðingu bankanna án þess að nauðsynlegar skorður væru reistar í lögum almenningi til varnar. Hann vill að Alþingi breyti lagaumhverfi bankanna á fyrstu dögum þingsins. Hann spyr sig hvort stjórnvöld sem lýsi því nú yfir að þau ætli einungis að eiga í Glitni um skamman tíma, ætli að færa sömu öflum í viðskiptalífinu, grunnþjónustu samfélagsins og orkugeirann og núna hafi lýst sig bæði peningalega og hugmyndalega gjaldþrota.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert