Lán hefði dugað í þrjá mánuði

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Á minnisblaði sem skrifað var í Seðlabanka Íslands um helgina kemur fram, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að 600 milljóna evrulán hefði dugað til að leysa lausafjárstöðu Glitnis í tvo til þrjá mánuði að mati forsvarsmanna bankans. Í samantekt stendur að það hafi ráðið úrslitum um niðurstöðu Seðlabankans, að veita bankanum ekki lánafyrirgreiðslu til að bæta lausafjárstöðuna, hversu stuttan tíma sú fyrirgreiðsla myndi duga. Önnur fjármögnun var líka ótrygg.

Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði þegar hann tilkynnti yfirtökuna að þegar ólgusjó linnti myndi Glitnir standa vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert