Snjókoma í höfuðborginni

Fyrsti snjórinn féll á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.
Fyrsti snjórinn féll á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.

Fyrsti snjór vetrarins féll í höfuðborginni í kvöld eins og raunar hafði verið spáð. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir á vef sínum, að eftir hagfelldan september dembist nú yfir Íslendinga vetrarlegt loft úr norðri með snjókomu og frosti, einkum norðan- og austantil. Kalt loft virðist ætla að verða hér nokkuð þaulsetið næstu daga með heldur lágu hitastigi lengst af, a.m.k. fyrir árstímann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert