OR semur um fjármögnun á hagstæðum kjörum

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/ÞÖK

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í dag lánasamning við Evrópska fjárfestingabankann að fjárhæð 170 milljóna evra með 9,8 punkta (0,098%) álagi á EURIBOR, millibankavexti í evrum.

Lánið er til 20 ára. Kjörin eru með þeim hagstæðustu sem íslenskum fyrirtækjum hafa boðist. Lánið tryggir að sögn Orkuveitu Reykjavíkur fjármögnun verkefna fyrirtækisins vel fram á árið 2010, þar á meðal stækkun Hellisheiðarvirkjunar og byggingu Hverahlíðarvirkjunar.

Í tilkynningu frá OR segir, að sterk staða fyrirtækisins og krafa um  umhverfisvæna orkuframleiðslu á heimsvísu tryggi fyrirtækinu fjármögnun á þessum hagstæðu kjörum.

Ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þarf að staðfesta af eigendum fyrirtækisins, Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert