Fundum haldið áfram í Ráðherrabústaðnum

Fulltrúar ASÍ og SA áttu fund með ráðherrum í gær.
Fulltrúar ASÍ og SA áttu fund með ráðherrum í gær. mbl.is/Brynjar Gauti

Fundarhöld ráðherra hófust í Ráðherrabústaðnum að nýju um klukkan níu í morgun. Þar hafa fjórir ráðherrar m.a. rætt við forsvarsmenn íslensku  bankanna.

Geir H. Haarde forsætisráðherra, Össur Skarphéðinsson starfandi utanríkisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra áttu í morgun fund með Sigurði Einarsson stjórnarformanni Kaupþings og Hreiðari Má Sigurðssyni forstjóra. Síðan áttu þeir fund með þeim Halldóri Kristjánssyni og Sigurjóni Árnasyni, bankastjórum Landsbankans og Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni Straums-Burðaráss.

Samkvæmt upplýsingum Grétu Ingþórsdóttur, aðstoðarmanns forsætisráðherra, liggja engar nánari upplýsingar fyrir um fyrirhuguð fundarhöld dagsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert