Eldsneytisverð lækkar

Reuters

N1, Skeljungur og Orkan hafa  ákveðið að lækka verð á eldsneyti í dag.  Lítrinn af bensíni lækkar um ellefu krónur og lítrinn af dísilolíu lækkar um þrettán krónur, auk þess lækka aðrar eldsneytistegundir með sambærilegum hætti hjá N1.  Skeljungur og Orkan hafa lækkað verð á bensíni um 7 krónur og dísil um 10 krónur.

Í tilkynningu frá N1 segir: „N1 fagnar innkomu Seðlabankans á gjaldeyrismarkaðinn og væntir þess, að með samstilltum aðgerðum náist  fram þær umbætur á fjármálakerfinu sem nauðsynlegar eru núna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert