Vill seðlabankastjórana burt

Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar segist vilja að allir seðlabankastjórar Seðlabankans segi af sér. Davíð Oddsson hafi dregið upp þá mynd í fjölmiðlum að íslenska ríkið væri kennitöluflakkari og bara þessi ummæli réttlæti afsögn.

Hann segist telja persónulega að það komi til greina að frysta eigur auðmanna sem eiga hlut að máli varðandi Ice save reikningana en hann hafi mestar áhyggjur af almenningi og fyrirtækjum landsins. Það sé þó ósmekklegt þegar ákveðnir auðmenn komi fram í fjölmiðlum og segi að þeirra staða sé fín meðan allt Ísland brennur. Fólk sé að glata ævisparnaði sínum og einhverjir séu ábyrgir fyrir ástandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert