Landsbankamenn í tilfinningarússi

Landsbankamenn voru reiðir og sárir í morgun en verið er að tilkynna hverjir þurfi að fara og hverjir fá vinnu áfram. Helga Jónsdóttir formaður Starfsmannafélagsins segir óvissu um starfslok og uppsagnarfrest valda fólki mikilli örvilnan. Helga segir reiði bankamanna beinast gegn stjórnvöldum. Banki í góðum rekstri hafi verið eyðilagður og loforð til starfsmanna um vinnu og sömu kjör hafi verið orðin tóm.

Hún hvetur fólk til að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi og leggja peninga inn á bankana. Það séu næstum því engir peningaseðlar í umferð.

Stjórnvöld sögðu fyrir stundu að þau ætluðu að aðstoða bankann við að greiða uppsagnarfrest starfsfólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert