Börnum verði tryggður fullur aðgangur að leikskólanámi

Leikskólakennarar hvetja rekstraraðila leikskóla til að tryggja að börn hafi fullan og óskertan aðgang að leikskólanámi þrátt fyrir tímabundna fjárhagslega erfiðleika. Leikskólastjórar eru hvattir til að vera á varðbergi og grípa inn í ef grunur er um að foreldrar neyðist til að segja upp leikskóladvöl sökum fjárskorts.

Þetta kemur fram í ályktun frá leikskólakennurum. Þar er því ennfremur „beint til skólastjóra og kennara í leikskólum að sjá til þess að leikskólinn sé griðastaður barna þar sem þau geta dvalið við leik og nám og notið leikskólasamfélagsins án þess að þurfa að hlusta á umræður eða verða fyrir áreiti af nokkru tagi vegna þeirra óvenjulegu aðstæðna  sem blasa við í íslensku efnahagslífi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert