Fréttablaðið og Árvakur saman

Árvakur hf. og 365 hf. hafa undirritað samning um að sameina Fréttablaðið og Pósthúsið Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins.  Árvakur greiðir fyrir með útgáfu nýs hlutafjár og yfirtöku skulda. Þar með kemur 365 inn í hluthafahóp Árvakurs. Útgáfa 24 stunda verður sameinuð Morgunblaðinu.

Í tilkynningu kemur fram, að þessi samningur sé gerður í ljósi erfiðleika í blaðaútgáfu vegna  harkalegs samdráttar á auglýsingamarkaði og mikilla hækkana á pappírsverði.

Í tilkynningu segir síðan:

„Með þessu og öðrum breytingum sem taka gildi á næstu vikum og misserum næst fram mikil kostnaðarhagræðing á dagblaðamarkaði. Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, segir að á sama tíma og fyrirtækin fari þessa leið til að hagræða í rekstri leggi þau mikla áherslu á að tryggja áfram ritstjórnarlegt sjálfstæði miðlanna.

„Þegar við sameinum 24 stundir Morgunblaðsrekstrinum stóreflum við Morgunblaðið með nýrri, kraftmeiri og ferskari helgarútgáfu blaðsins, sem verður kynnt um aðra helgi.“

Ari Edwald, forstjóri 365, segir að ekki verði breytingar á starfsemi Fréttablaðsins vegna kaupanna. „Hins vegar erum við auðvitað alltaf að leita leiða til hagræðingar í rekstrinum og því verður haldið áfram.“

Þessi kaup eru gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafunda í félögunum og með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.  Þar voru fyrirætlanir um kaupin kynntar fyrir nokkru og  á næstu dögum verða einstakir þættir málsins skýrðir nánar.

Hluthafar Árvakurs fyrir kaupin voru félög í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Valtýr ehf., Lyfjablóm ehf. og Garðar Gíslason ehf.  Við kaupin kemur 365 hf. inn í hluthafahópinn og verður 36,5% hluthafi í Árvakri.  Þór Sigfússon er áfram stjórnarformaður Árvakurs og Einar Sigurðsson forstjóri félagsins. Félagið hefur sett sér markmið um að breikka eigendahópinn þegar aðstæður á markaði gefa tilefni til.

Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs hf., sagði að þessi sameining væri mikilvægt skref til að tryggja áfram öfluga dagblaðaútgáfu við mjög erfiðar rekstraraðstæður á fjölmiðlamarkaði.

„Fjölmiðlar, sem byggja rekstur sinn að verulegu leyti á auglýsingum, finna einna fyrst og sárast fyrir samdrætti í mikilvægum greinum í hagkerfinu.“  

Einar  sagði að félögin tvö, sem að þessu standa, gerðu sér góða grein fyrir mikilvægi þess að tryggja áfram ritstjórnarlegt sjálfstæði blaðanna. 

„Við leggjum áherslu á að þjóna markaðnum, lesendum og auglýsendum, með ólíkum blöðum. En jafnframt er afar mikilvægt að við náum að framleiða þessi blöð með hámarks samnýtingu á dýrum framleiðsluþáttum.  Þar skipta prentun og dreifing mestu, en það eru tækifæri til hagræðingar með samnýtingu fjölda annarra rekstrarliða.“

Ari Edwald, forstjóri 365 hf., sagði að kaupin væru  mikilvægt skref í að laga fjölmiðlarekstur að þeim aðstæðum sem væru á markaðnum.

„365 mun áfram taka þátt í blaðaútgáfu í gegnum þátttöku sína í Árvakri og jafnframt styrkir þessi breyting  365 og gerir því  fært að þjóna neytendum enn betur á öðrum sviðum fjölmiðlunar þar sem einkafyrirtæki glíma við mjög ósanngjörn samkeppnisskilyrði og ríkisstyrktan keppinaut.“

Ráðgjafi Árvakurs í þessum viðskiptum var Straumur fjárfestingarbanki og ráðgjafi 365 var Glitnir banki."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vinnuveitendur sýni þolendum stuðning

10:55 Samtök launafólks kalla eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Það er ábyrgð atvinnurekenda að fyrirbyggja og stöðva slíka hegðun segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Meira »

Sex bjóða sig fram til varaformanns KÍ

10:54 Sex bjóða sig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands en framboðsfrestur rann út á miðnætti í gær, þriðjudaginn 21. nóvember. Rafræn atkvæðagreiðsla fer fram dagana 7. til 13. desember 2017. Nýr varaformaður KÍ tekur við embætti á 7. þingi Kennarasambands Íslands sem fram fer í apríl á næsta ári. Meira »

Frestuðu Öræfajökulsfundi vegna veðurs

10:51 Íbúafundur sem lögreglustjórinn á Suðurlandi og almannavarnarnefnd Hornafjarðar ætluðu að halda í gærkvöldi vegna Öræfajökuls var frestað vegna veðurs. Meira »

„Mynd segir meira en þúsund orð“

10:39 „Mynd segir meira en þúsund orð. Stundum duga orðin ekki til, maður fær einhverja tilfinningu,“ segir Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri inntur eftir því hvað hann meinti nákvæmlega þegar hann gagnrýndi prófílmynd Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Meira »

Staðan á íbúðamarkaði aðkallandi á Vesturlandi

10:29 Staðan á íbúðamarkaði er sá þáttur sem er hvað mest aðkallandi varðandi búsetuskilyrði á Vesturlandi að mati íbúa í landshlutanum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni Íbúakönnun á Vesturlandi: Staða og mikilvægi búsetuskilyrða, sem nýlega kom út. Meira »

Þurfti að fjölga sætum í dómsalnum

10:27 Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í Mosfellsdal hinn 7. júní í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, mætti í dómsal rétt í þessu í fylgt lögreglumanna, en aðalmeðferð málsins er hafin. Aðstandendur beggja fylltu dómsalinn og þurfti að fjölga sætum í salnum. Meira »

Formennirnir funda áfram í dag

10:09 Fundað er áfram í dag í viðræðum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf flokkanna. Fundurinn hófst klukkan 10 í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Meira »

Neyðarrýmingaráætlun gefin út í dag

10:11 Neyðarrýmingaráætlun verður að öllum líkindum gefin út í dag vegna Öræfajökulssvæðisins.  Meira »

Þrír sendifulltrúar til Bangladess

10:01 Þrír sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi eru komnir til Cox‘s Bazar í Bangladess til að hefja störf á tjaldsjúkrahúsi sem komið hefur verið upp fyrir flóttafólk frá Rakhine-héraði í Búrma. Meira »

Yfirheyrð áfram í tengslum við vændi

09:11 Ákveðið verður þegar líður á morguninn hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Opna Vínbúðina í Kauptúni

09:00 Vínbúð verður opnuð í Kauptúni í Garðabæ á morgun, fimmtudag, kl. 11, en frá því er greint á heimasíðu ÁTVR. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn ÁTVR um starfsemi sérverslunar í miðbæ Garðabæjar. Meira »

Mjög illa farinn í andliti eftir árás

08:47 Maðurinn sem varð fyrir líkamsárás á heimili sínu í Melgerði skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi er mjög illa farinn í andliti eftir barsmíðar. Meðan annars brotnuðu í honum tennur. Meira »

Nýtt framboð fyrrverandi Framsóknaroddvita

08:45 Ómar Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, er einn þeirra sem koma að stofnun nýs bæjarmálafélags í bænum sem hyggst bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næstkomandi vor. Hann segir framboðið ekki tengjast neinni tiltekinni stjórnmálastefnu. Meira »

„Maður fæðist og lifir með fuglunum“

08:18 „Ég fæddist í Einarshúsi í Flatey á Breiðafirði. Ég man nú varla eftir mér fyrr en ég verð níu ára. Húsbóndinn á heimilinu sagði þá: „Þú verður tíu ára í haust og þarft að gegna öllu fullorðnu fólki, því þú þarft að vinna fyrir mat þínum, hreppurinn borgar ekki meir.““ Meira »

Grensásvegur 12 skoðaður enn frekar

07:52 Byggingarvinnustaðurinn við Grensásveg 12 er til skoðunar hjá Samiðn, sambandi iðnfélaga, vegna gruns um að brotið hafi verið á starfsmönnum hvað launakjör og önnur kjarasamningsbundin réttindi varðar. Um er að ræða erlenda starfsmenn. Meira »

Vara við 35 m hviðum við Svínafell

08:27 Lokað er um Fróðárheiði og á kafla vestan við Búðir að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðurfræðingur varar þá við því að við Svínafell í Öræfum sé reiknað með hviðum um 35 m/s frá því um kl. 14-15 og undir kvöld hvassara, og sviptivindar verði á fleiri stöðum á milli Lómagnúps og Hafnar. Meira »

Rýming Háaleitisskóla í skoðun

07:57 Reykjavíkurborg skoðar nú hvort nauðsynlegt sé að fara í rýmingaraðgerðir í Háaleitisskóla (áður Álftamýrarskóli) vegna ástands skólabyggingarinnar. Meira »

Bágbornir hemlar ollu banaslysinu

07:37 Banaslys sem varð á Suðurlandsvegi í Mýrdalnum 20. júní 2016 er rakið til þess að hemlar festivagns voru í afar bágbornu ástandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
R108 Rúmgóð, falleg 3 herb. m.húsgögnum
Rúmgóð og falleg 3 herbergja íbúð í Stóragerði til leigu frá janúar 2018. Leigis...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...