Rússar og IMF sameinist um lán

Mikil fundahöld alþjóðlegra fjármálastofnana fara nú fram í Washington.
Mikil fundahöld alþjóðlegra fjármálastofnana fara nú fram í Washington. Reuters

Shigeo Katsu, aðstoðarforstjóri Alþjóðabankans, sagði í kvöld að Rússland og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ættuað vinna saman að því að veita Íslandi lánafyrirgreiðslu. Rússar og Íslendingar ætla að hefja viðræður á þriðjudag um 4 milljarða evra lánveitingu til Íslands.

Að sögn Reutersfréttastofunnar er almennt litið á lánsloforð Rússa þannig, að þeir telji pólitískt hagkvæmt, að aðstoða NATO-ríki sem er í nauðum statt.

„Ég veit ekki um hvað er verið að semja en ég teldi það afar jákvætt ef það yrði gert í tengslum við áætlun undir forustu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins," hefur Reuters eftir Katsu.

Hann sagði jafnframt, að í núverandi stöðu væri öll aðstoð við ríki, sem væru illa stödd fjárhagslega, vel þegin.

„Þetta er alþjóðlegt krísuástand þar sem enginn veit hver verður fórnarlamb. Þess vegna kann það að hafa róandi áhrif ef Íslandi er komið til bjargar," sagði Katsu.

Reuters segir, að Rússar eigi enn eftir að útskýra hvers vegna þeir telji sér hag í að veita Íslandi lán í ljósi þess að þeir hafi afskrifað milljarða dala lán, sem Sovétríkin veittu þróunarríkjum í pólitískum tilgangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert