Orkuútrásin heldur áfram

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/ÞÖK

Erlend sendinefnd fundaði með stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag um fjárfestingarmöguleika í íslenskum orkuiðnaði. „Þetta eru aðilar sem hafa í gegnum árin fylgst með því sem hér er að gerast,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest [REI].

Stjórnendur íslenskra orkufyrirtækja segja að hrun íslensku bankanna hafi ekki haft merkjanleg áhrif á áhuga útlendinga á íslenskum orkuiðnaði. Þvert á móti hafi skapast ný tækifæri með veikri stöðu krónunnar. „Ég geri alls ekki ráð fyrir því að menn hafi misst áhuga á fjárfestingarmöguleikum á Íslandi,“ segir Hjörleifur, en matsfyrirtækið Moody's lækkaði fyrir helgi lánshæfi OR úr Aa2 í A1.

Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy, segir að bankakreppan komi væntanlega til með að „hægja á“ útrásinni, en býst ekki við að áhugi erlendra fyrirtækja muni minnka til lengri tíma. „Menn fá mikið fyrir dollara og evrur á Íslandi og því hefur innlendur kostnaður minnkað verulega, það eitt og sér hefur ýtt undir aukinn áhuga,“ segir Ásgeir um áhuga erlendra fyrirtækja á fjárfestingum í iðnaði hér á landi.

„Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir því að á einhverjum sviðum hafi menn tapað trausti en í hvaða mæli er erfitt að segja til um á þessari stundu,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar. „Ég á síður von á því að það bitni eins mikið á orkugeiranum og á fjármálageiranum. Ég hef ekki fundið fyrir því að menn hafi haldið að sér höndum í samskiptum á því sviði.“ Ingimundur segist þvert á móti skynja aukinn áhuga erlendis á íslenskri orku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert