Peningarnir týndust í kerfinu

Tveimur dögum áður en Landsbankinn fór undir Fjármálaeftirlitið var beðið um að tiltekin fjárhæð yrði millifærð af reikningi í Landsbankanum í Kópavogi  á bankareikning í Svíþjóð. Daginn sem Landsbankinn játaði sig sigraðan, fékk viðskiptavinurinn staðfestingu á því að millifærslan hefði verið framkvæmd.  Í  dag er liðin vika frá því að beðið var um millifærsluna en peningarnir finnast hinsvegar á hvorugum reikningnum.

Reikningnum í Landsbankanum hefur reyndar verið lokað þar sem hann er tómur.

Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans segir að greiðslur hafi verið höktandi og starfsmenn hafi unnið að því hörðum  höndum að rekja færslur og leiðrétta slík tilvik.

Hann segir að það geti tekið tvo til þrjá daga að framkvæma millifærslur milli banka en tveimur dögum eftir millifærsluna hafi verið lokað á gjaldeyrisfærslur milli landa.

 Í flestum tilvikum hafi peningarnir skilað sér eða verið sendir til baka en í nokkrum tilvikum hafi viðskiptavinir lent í því að peningarnir séu týndir í kerfinu.

Hann segist handviss um að færslan verði leiðrétt í dag eða næstu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert