Viðræðum haldið áfram á morgun

Íslenska sendinefndin kemur út úr rússneska fjármálaráðueytinu. Sigurður Sturla Pálsson …
Íslenska sendinefndin kemur út úr rússneska fjármálaráðueytinu. Sigurður Sturla Pálsson er fremstur. Reuters

„Það er ekkert sem liggur fyrir. Það verður kannski eitthvað skýrara á morgun," sagði Sigurður Sturla Pálsson formaður sendinefndar frá Íslandi sem nú er í Moskvu. Hann sagði að góður andi hafi verið í viðræðunum í dag en endurtók að ekkert lægi enn fyrir um upphæð mögulegs láns eða tímasetningu.

Nefndin hóf í dag viðræður við fulltrúa stjórnvalda í Rússlandi um mögulega lánafyrirgreiðslu Rússa til Íslendinga. Viðræðuáætlunin gerir ráð fyrir því að viðræðunum verði haldið áfram á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert