Fjögur hundruð bloggfærslur

Guardian bloggið logar í kjölfar greinarinnar.
Guardian bloggið logar í kjölfar greinarinnar.

Grein sem Eiríkur Bergmann Einarsson ritar í Guardian og birtist á vefsíðu blaðsins í gær hefur vakið mikil viðbrögð. Ríflega 400 svör, athugasemdir og klausur frá lesendum hafa birst í kjölfar greinarinnar sem enn má finna á forsíðu vefjarins er hún mest bloggaða greinin í dag.

Eiríkur segir í greininni að það sé ekki við íslenskan almenning að sakast þó að nokkrir auðmenn héðan hafi gerst stórtækir með lánsfé á Bretlandi og að íslenska þjóðin sé ekki gjaldþrota.

Athugasemdir lesenda eru misjafnar, sumir taka undir og segja að þeir skammist sín fyrir aðgerðir forsætisráðherra Breta og að smánarlegt hafi verið að beita hryðjuverkalögum á íslensk fyrirtæki í Bretlandi.

Aðrir segja staðreynd málsins vera þá að enskir sparifjáreigendur geti ekki tekið út af reikningum sínum og að íslensk yfirvöld beri ábyrgð á því.

Einn lesandi segir að breska þjóðin hafi ekki kosið Brown og að það hafi verið smánarlegt af honum að nota hryðjuverkalöggjöfina og að hann hugsi bara um að bjarga eigin pólitíska skinni.

Sjá greinina og umfjöllunina hér.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert