Fólk hvatt til að gefa blóð

Mikið útstreymi hefur verið á blóði úr Blóðbankanum síðustu viku og því beina forsvarsmenn bankans því til blóðgjafa að koma og gefa blóð. Sérstaklega vantar blóð í flokkunum O mínus og Após.

Fram kemur á vef landspítalans að októbermánuður sé  alla jafna mjög annasamur enda séu aðgerðir þá komnar í fullan gang á spítölunum eftir sumarfrí.

Virkir gjafar eru beðnir um að koma og gefa blóð í þessari viku en nýir gjafar í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert