Iceland Express í viðræðum um kaup á þotum

Merki Iceland Express.
Merki Iceland Express.

Iceland Express á nú í viðræðum um kaup á tveimur þotum af gerðinni Airbus A320. Félagið sér fram á nokkra fjölgun þotna í þjónustu félagsins á næstu misserum, enda hefur sala farmiða aukist um 5% milli ára og bókanir fyrir desembermánuð eru 10% meiri en í fyrra. Aukningin kemur aðallega erlendis frá.

Með þessari viðbót verður Iceland Express með einn yngsta flugflota allra félaga í millilandaflugi til Íslands, samkvæmt tilkynningu. Ef samningar nást, þá verða nýju þoturnar líklega afhentar strax á næsta ári. Verðmæti kaupsamningsins er í kringum 6-7 milljarðar króna.

Iceland Express hefur aldrei fengið jafn mikla umfjöllun í erlendum fjölmiðlum eins og síðustu daga, en umfjöllun um ódýrar verslunarferðir með félaginu til Íslands, hefur birst í yfir 100 ólíkum fjölmiðlum frá því á laugardag. Meðal annars birtu 4 af 5 stærstu dagblöðunum í Bretlandi greinar í helgarútgáfum sínum, þar sem Bretar voru hvattir til að nýta sér veikt gengi krónunar til að gera hagstæð jólainnkaup á Íslandi.

Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, kallar eftir samhæfðum aðgerðum ferðaþjónustunnar og stjórnvalda til að fjölga ferðamönnum hingað til lands. Hann segir að með því að allir leggist á eitt, þá mætti fjölga ferðamönnum um allt að 25% milli ára, en þeir eru nú um 500.000. Þetta myndi þýða gríðarmikla innspýtingu gjaldeyris, auk þess sem að það fé sem varið yrði til þessa verkefnis væri góð fjárfesting til framtíðar, samkvæmt tilkynningu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert