Úthýst vegna þjóðernis

Ungum íslenskum námsmanni í Karlsruhe í Þýsklandi var úthýst úr leiguíbúð með öðrum námsmönnum vegna þjóðernis. Hann hafði fengið leigt með tveimur stúlkum sem höfðu auglýst eftir snyrtilegum námsmanni. Þriðja stúlkan sem var bresk tók hinsvegar ekki í mál að deila íbúð með Íslendingi svo hann varð að pakka saman og flytja út aftur. Jens Guðjónsson er í meistaranámi í verkfræði og tekur ekki námslán en hafði safnað sér fyrir náminu. Móðir hans óttast að lítið sé eftir af þeim sparnaði nú. Hann hefur ekki getað tekið fé út úr þýskum banka og er nú upp á góðvild ættingja komin.

Jens er alinn upp á Íslandi en á þýska móður Ursulu Junemann. Hún  segir þetta ótrúlega sorglegt. Hún hafi sjálf orðið fyrir áreitni í útlöndum sem ung þýsk kona. Hún er fædd skömmu eftir seinna stríð og segir að sín kynslóð hafi orðið fyrir aðkasti vegna styrjaldar  sem hún hafi ekki borið ábyrgð á. Þannig sé það líka í þessu tilfelli

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert