Áhyggjur af fjölmiðlum hér

mbl.is/Brynjar Gauti

Dagblaðaútgáfa á Íslandi var meðal umfjöllunarefna sænska þingsins í liðinni viku. Gunnar Andrén, þingmaður stjórnmálaflokksins Folkpartiet liberalerna, benti á að mikil samþjöppun ætti sér stað á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þannig hefði Morgunblaðið og Fréttablaðið sameinast og fríblaðið 24 stundir hefði verið lagt niður.

Taldi Gunnar ljóst að þetta voveiflega afleiðingu fjármálakreppunnar og þakkaði fyrir að sama ástand hefði ekki skapast á sænskum dagblaðamarkaði.

Göran Montan svaraði ummælum Gunnars með því að benda á smæð íslenska markaðarins. Þá taldi hann varhugavert að Morgunblaðið og Fréttablaðið sameinuðust þrátt fyrir ólíkt pólitískt bakland. „Minni samkeppni á þessu sviði leiðir gjarnan til minni umræðu. Ísland á þegar í vandræðum fyrir að vera svo lítið land. Allir þekkja alla, og allir eru í raun skyldir öllum. Hættan á vinaspillingum er því augljós,“ sagði Göran.

Við sama tækifæri sagði Göran að Svíþjóð og önnur Evrópusambandsríki ættu að sjá sóma sinn í að bjóða Íslandi upp á annað val en lán frá Rússum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert