Ísland á hagstæðu verði

mbl.is/Júlíus

Bent er á Ísland sem spennandi ferðamannastað á ferðavef danska blaðsins Jyllands-Posten. Þar kemur fram að mörgum Dönum hafi til þessa þótt Ísland spennandi en allt of dýr áfangastaður. Nú gefist þeim hins vegar einstakt tækifæri til að upplifa Ísland á hagstæðu verði.

Greinin er skrifuð af Tom Nørgaard sem segir að þegar hafi orðið vart stóraukins áhuga á ferðum til Íslands í kjölfar gengishruns krónunnar.  

Nørgaard nefnir ferð í Bláa lónið sem dæmi um upplifun sem kosti helmingi minna nú er fyrir ári síðan. Þá bendir hann á Sjávarkjallarann og Silfur sem frammúrskarandi veitingastaði þar sem hlutfallslega ódýrt sé nú fyrir útlendinga að borða. Einnig bendir hann á að mun ódýrara sé nú fyrir ferðamenn en áður að drekka áfengi á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert