Með kjöt af heimaslátruðu í bílnum

Lögreglumenn á Hvolsvelli stöðvuðu í síðustu viku ökumann á leið úr austurhluta umdæmisins, en hann var að flytja um 300 kg af kindakjöti. Kjötið var heimaslátrað og ætlað til dreifingar. Að sögn lögreglu var lagt hald á kjötið var haldlagt og því eytt í samráði við Matvælastofnun.

Lögreglan á Hvolsvelli segir ljóst samkvæmt lögum, að hverskonar dreifing á kjöti utan býlis sé ólögmæt. Lögreglan muni í framhaldi af þessu máli athuga frekar með ástand hvað varðar heimaslátrun og dreifingu á kjöti innan umdæmisins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert