Aðgerðir til að örva hagvöxt

Geir H Haarde ræðir við blaðamenn utan við Ráðherrabústaðinn í …
Geir H Haarde ræðir við blaðamenn utan við Ráðherrabústaðinn í gær. mbl.is/hag

Íslensk stjórnvöld eru að undirbúa aðgerðir til að örva hagvöxt þar sem ljóst er að landsframleiðsla mun dragast verulega saman í kjölfar falls íslensku bankanna. Þetta kemur fram í viðtali franska blaðsins Le Monde við Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í dag.

Fréttastofa Reuters vitnar í viðtalið í dag og hefur eftir Geir, að hann búist einnig við því að verðlag á Íslandi muni valda vandræðum í framtíðinni.

„Við vitum að það verða varanleg vandamál vegna verðbólgu og því er mikilvægasta verkefnið að koma á stöðugleika í gengismálum," er haft eftir Geir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert