Áfram fundað á morgun

Breskir og íslenskir embættismenn hafa í dag setið á fundi …
Breskir og íslenskir embættismenn hafa í dag setið á fundi í utanríkisráðuneytinu um mál Icesave í Bretlandi. mbl.is/Golli

Fundi íslenskra og breskra embættismanna um ábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans í Bretlandi lauk um klukkan 18:30 í utanríkisráðuneytinu. Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, verður fundinum haldið áfram á morgun.

Fundahöldin hófust í morgun. Urður sagði, að í dag hefði miðað ágætlega en ekki lægi fyrir niðurstaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert