Íslensk mótmæli á netinu

Á vefsíðunni mótmælir fólk aðgerðum Browns.
Á vefsíðunni mótmælir fólk aðgerðum Browns.

Vefsíða og undirskriftarlisti sem ætlað er að vekja athygli Breta og annarra á óréttlátri meðferð sem Gordon Brown þykir hafa beitt Íslendinga þegar hann beitti hryðjuverkalögum gegn þjóðinni var hleypt af stokkunum í morgun. „Um 500 manns voru búnir að skrá sig áður en síðan fór í loftið," sagði Eiríkur Bergmann," stjórnmálafræðingur sem hefur lagt til efni á síðuna við mbl.is

„Þetta er hópur einstaklinga sem hefur einhver tengsl við Bretland og hefur áhyggjur af ástandinu," sagði Eiríkur.

Þegar þessi orð eru rituð höfðu 1494 skrifað á undirskriftarlistann og fer sú tala ört vaxandi. 

Smellið hér til að sjá vefsíðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert