Landsbankinn af hryðjuverkalista

Breskir og íslenskir embættismenn hafa í dag setið á fundi …
Breskir og íslenskir embættismenn hafa í dag setið á fundi í utanríkisráðuneytinu um mál Icesave í Bretlandi. mbl.is/Golli

Breska fjármálaráðuneytið hefur tekið Landsbankann af lista, sem birtur er á vef ráðuneytisins yfir ríki og samtök, sem eru beitt fjármálalegum refsiaðgerðum af hálfu breskra stjórnvalda vegna hryðjuverkatengsla. Ekki er hins vegar búið að aflétta frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi.

Á listanum eru m.a. Hvíta-Rússland, Búrma, Kongó, Íran, Írak, Líbería, Norður-Kórea, hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og talibanar í Afganistan.  

Nafn Landsbankans áfram birt á vefsíðunni, en tekið er fram að frysting eigna bankans tengist ekki hryðjuverkum eða aðgerðum gegn tilteknum löndum. 

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendiherra Íslands í London hafa unnið að því að fá Landsbankann tekinn af listanum og að tilkynning hafi borist til utanríkisráðuneytisins í morgun þar sem fram hafi komið að þessi breytinga hafi verið gerð.

Breskir og íslenskir embættismenn hafa í dag setið á fundi í utanríkisráðuneytinu um málefni innlánareikningsins Icesave í Bretlandi. Nú er fundarhlé en gert er ráð fyrir frekari fundum síðar í dag.

Breska blaðið Financial Times sagði í gærkvöldi, að bresk stjórnvöld áformuðu að lána Íslendingum 3 milljarða punda, jafnvirði nærri 600 milljarða króna, svo þeir gætu greitt breskum innistæðueigendum tryggingarfé.

Svarti listinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert