Sátt um IMF-lán í bankastjórn SÍ

Húsnæði Seðlabankans.
Húsnæði Seðlabankans.

Bankastjórn Seðlabankans hefur fallist á að taka lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum [IMF]. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var bankastjórn Seðlabankans klofin í afstöðu sinni til lántöku hjá IMF en er það ekki lengur. Ekki þurfti sérstakt samþykki Seðlabankans fyrir láni en ríkisstjórnin vildi vinna lántökuna í fullri sátt við bankastjórnina.

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í gær að beðið væri eftir „þjóðhagsspá“ áður en hægt væri að ganga frá láni frá IMF. Vandi Seðlabankans leikur óvænt hlutverk í smíði umræddrar þjóðhagsspár. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær óskaði bankinn eftir frekari tryggingum frá fjármálafyrirtækjum vegna lána sem hann hefur veitt þeim. Seðlabankinn greindi ekki frá þessu fyrr en í upphafi vikunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert