Gott dæmi um misnotkun hryðjuverkalaga

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Sérfræðingur í mannréttindamálum á vegum Sameinuðu þjóðanna segir, að ákvörðun breskra stjórnvalda um að nota lög um varnir gegn hryðjuverkum til að frysta eignir Landsbankans í Bretlandi sýni hvernig hægt sé að misnota slíka löggjöf.

„Þetta er vísbending um þá hættu, sem er á því að aðgerðum, sem upphaflega átti að beita í baráttunni gegn hryðjuverkum, kunni að verða beitt í málum, sem ekki tengjast hryðjuverkastarfsemi með neinum hætti," segir Martin Scheinin, sérlegur sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi í baráttunni gegn hryðjuverkum.  

Scheinin, sem er finnskur lagaprófessor, segir aðgerðum Breta megi lýsa sem beitingu einskonar neyðaraðgerða í öðrum tilgangi en upphaflega var áformað.

Segir hann auðvelt, að misnota slíkar lagaheimildir með það að markmiði að bæla niður andmæli og mótmælaaðgerðir. 

„Við sjáum það í mörgum löndum, þar sem lagaheimild hefur verið víkkuð út í nafni baráttu gegn hryðjuverkum," segir Scheinin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert