Rúmlega ferfaldur munur á fermetraverði

Skuggahverfi í byggingu
Skuggahverfi í byggingu Árni Sæberg

Tæplega 200 þúsund króna munur er á fermetraverði íbúða á Höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum, samkvæmt samantekt Fasteignamats ríkisins. Miðað er við meðalkaupverð samkvæmt kaupsamningum fyrstu níu mánuði ársins. Samkvæmt þessu getur 100 fermetra íbúð verið allt að 20 milljónum króna dýrari á Höfuðborgarsvæðinu en á Vestfjörðum.

Í samantekt Fasteignamatsins kemur fram að meðalkauupverð hvers fermetra á Höfuðborgarsvæðinu er 262.503 krónur. Á Reykjanesi er fermetraverðið rúmar 172 þúsund krónur, tæpar 162 þúsund krónur á Vesturlandi og tæplega 150 þúsund á Suðurlandi. Norðurland kemur næst en þar meðalverð á fermetra rúmlega 141 þúsund og á Austurlandi 115 þúsund krónur rúmar. Vestfirðir skera sig mjög úr en þar er meðalverð á fermetra aðeins tæpar 65 þúsund krónur.

Á síðustu 10 árum hefur meðalverð fermetra hækkað um 150-240% á landinu nema á Vestfjörðum. Þar er hækkunin aðeins 43% síðustu 10 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert