Sendiráð minnt á mannréttindavernd

Íslendingar á leið til Kaupmannahafnar.
Íslendingar á leið til Kaupmannahafnar. mbl.is/Golli

Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, hefur vakið athygli sendiráða Danmerkur og Bretlands á mannréttindavernd neytenda gegn mismunun á grundvelli þjóðernis vegna frétta af brotum gegn réttindum Íslendinga í þessum tveimur löndum. Einnig hefur utanríkisráðuneytinu verið gert viðvart, svo og umboðsmanni neytenda í Danmörku um staðfest tilvik.

Óskað var atbeina sendiráðanna við að árétta alþjóðlegt bann við mismunun neytenda á grundvelli þjóðernis eða annarra ástæðna sem fela í sér óheimila mismunun. Þetta var gert í kjölfar þess Gísli sannreyndi frá fyrstu hendi fréttir um tvö slík tilvik í Danmörku en um þau var skrifað í Morgunblaðinu. Um var að ræða Íslendinga sem var synjað um þjónustu í símabúð og vísað úr töskubúð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert