Viðræðum við Breta lokið í bili

Frá fundi íslenskra og breskra embættismanna.
Frá fundi íslenskra og breskra embættismanna. mbl.is/Golli

Viðræðulotu milli íslenskra og breskra stjórnvalda um stöðu innstæðueigenda á Icesave reikningum í Bretlandi lauk nú undir kvöld án niðurstöðu. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að viðræðunum nú sé lokið en þeim hafi ekki verið slitið.

Geir sagði, að breska nefndin fari nú af landi brott en ekki hefur verið tímasett hvenær viðræðunum verður haldið áfram. Bæði Geir, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sögðu nú undir kvöld, að hugsanlegt lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum væri ekki háð því skilyrði að niðurstaða lægi fyrir í viðræðunum við Breta.

Breskir embættismenn komu fyrst til Íslands  10. október og áttu daginn eftir viðræður við íslenska sérfræðinga. Eftir fundinn var gefin út yfirlýsing um að verulegur árangur hefði náðst um meginatriði fyrirkomulags sem miði að því að flýta fyrir greiðslum til sparifjáreigenda í Icesave. 

Bretarnir komu aftur til Íslands á þriðjudag og áttu fundi með íslenskri viðræðunefnd í gær og dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert