Geir skorar á íslenska auðmenn

Geir H Haarde forsætisráðherra.
Geir H Haarde forsætisráðherra. mbl.is/hag

Geir Haarde forsætisráðherra sagðist aðspurður skora á íslenska auðmenn að flytja heim til Íslands þá peninga sem þeir eigi erlendis. Þetta sagði Geir í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.

„Það væri auðvitað mjög æskilegt ef menn gerðu það af fúsum og frjálsum vilja. Ég hef reyndar alltaf talið að það væri óeðlilegt að menn væru að flytja peningana sína til útlanda og koma sér fyrir í öðrum lögsögum, ef svo mætti segja. Bæði skiptir það máli vegna skatttekna og þess að taka þátt í að byggja upp okkar þjóðfélag. Þannig að ég held að það sé eðlileg ósk til manna,“ segir Geir. 

Spurður út í það hvort hann væri tilbúinn að skora á íslenska auðmenn, líkt og hann skoraði á útflytjendur að koma með gjaldeyri til landsins, sagði Geir: „Ég myndi skora á þá líka, að þeir kæmu hingað heim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert