Tíðinda að vænta af aðstoð IMF

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra. mbl.is/Frikki

Tíðinda af aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) til handa Íslendingum er að vænta síðar í dag. Ríkisstjórnarfundi sem vera átti í morgun, líkt og aðra föstudaga var frestað fram eftir degi. Þess í stað sitja á fundi þeir ráðherrar sem borið hafa hitann og þungann af aðgerðum í kjölfar bankakreppunnar. Þar er samkvæmt heimildum mbl.is verið að fara yfir lánveitingu frá IMF og þingar fulltrúi sjóðsins með ráðherrum.

Formenn stjórnarandstöðunnar hafa verið kallaðir á fund ráðherranna í Ráðherrabústaðnum og utanríkismálanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman til fundar eftir hádegi. Þar á þar að kynna stöðu viðræðna við IMF. Búist við að tilkynnt verði um aðstoð sjóðsins síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert