Bað um launalækkun

Finnur Sveinbjörnsson
Finnur Sveinbjörnsson mbl.is/Golli

Finnur Sveinbjörnsson, nýráðinn bankastjóri nýja Kaupþingsbanka, hefur óskað eftir því að laun hans verði lækkuð um 200 þúsund krónur á mánuði. Stöð 2 greindi frá. Fallist stjórn Kaupþings á ósk Finns, verða laun hans jafnhá launum bankastjóra nýja Glitnis, eða 1.750 þúsund á mánuði.

Upplýst hefur verið að laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra nýs Glitnis eru 1.750 þúsund krónur mánuði og laun Finns Sveinbjörnssonar, bankastjóra nýs Kaupþings höfðu verið ákveðin 1.950 þúsund á mánuði. Upplýsingar um laun Elínar Sigfúsdóttur, bankastjóra nýja Landsbankans hafa ekki verið gefnar.

Ráðherrar félags- og viðskiptamála gagnrýndu laun nýju bankastjóranna og beindi Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra því til stjórna bankanna að endurskoða launin. Nýráðinn bankastjóri Kaupþings varð fyrri til og óskar eftir launalækkun upp á 200 þúsund krónur á mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert