Hartnær 500 kandídatar brautskráðir frá HÍ

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Háskóli Íslands brautskráir í dag 448 kandídata og lýsir kjöri þriggja heiðursdoktora. Frumkvöðullinn Søren Langvad er einn þeirra þirggja sem hljóta heiðursdoktorsnafnbót. Hinir heiðursdoktorarnir tveir eru Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal, frá Lagadeild en Søren Langvad er frá Verkfræðideild.

Søren hefur komið við sögu í fjölda stórframkvæmda á Íslandi á lýðveldistímanum, ýmist sem verkfræðingur við framkvæmdirnar eða sem stjórnarformaður samsteypa sem að verkinu stóðu. Nefna má Írafoss og Steingrímsstöð, Grímsá og Mjólká, Þorlákshöfn og Njarðvíkurhöfn, Búrfell og Vatnsfell, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Ráðhús Reykjavíkur, Blöndu og Hrauneyjar, Hvalfjarðargöng og Sultartanga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert