Innstæður frystar

Guðný Bachmann „bankastjóri
Guðný Bachmann „bankastjóri" tekur við fé sem Tómas Bergmann leggur inn í bankann. mbl.is/Skapti

Sumir reyna sem betur fer að sjá spaugilegu hliðarnar á daglega lífinu, meira að segja á þessum síðustu og verstu. Þeirra á meðal eru starfsmenn Hæfingarstöðvarinnar við Skógarlund og Birkilund á Akureyri.

Starfsfólkið opnaði í fyrradag banka í snjóhúsi á baklóðinni og í þeirri stofnun eru innstæðurnar frystar umsvifalaust þegar viðskiptavinurinn kemur í bankann, af augljósum ástæðum!

Hæfingarstöðin er dagþjónusta sem Akureyrarbær starfrækir fyrir fullorðna fatlaða og húsbyggingin byrjaði í raun þegar ákveðið var að notendur þjónustunnar færu í útivist þar sem snjórinn yrði þema. Hugmyndin var starfsfólksins en allir lögðu auðvitað hönd á plóginn. Svo þegar gefa þurfti húsinu nafn kom einn starfsmannanna, Tómas Bergmann, með þá bráðsnjöllu hugmynd, í ljósi umræðunnar í þjóðfélaginu, að þarna yrði banki – Nýi Ice Bank Group – og leist öllum strax vel á það. Viðskiptin hafa reyndar ekki verið mikil ennþá enda lítið lausafé í umferð.

Vert er að geta þess að merki hins nýja banka, sem málað hefur verið á skilti fyrir ofan dyrnar, er mörgæs á hvolfi; bæði vegna þess að þær skepnur búa á suðurskautinu, og vegna þess að allt er á hvolfi í þjóðfélaginu, eins og Tómas komst svo skemmtilega að orði í gær.

Merki bankans er mörgæs á hvolfi; bæði vegna þess að …
Merki bankans er mörgæs á hvolfi; bæði vegna þess að þær búa á suðurskautinu, og vegna þess að allt er á hvolfi í þjóðfélaginu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert