Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu við sjúkraflutninga

Einn jeppa Björgunarsveitarinnar Garðars.
Einn jeppa Björgunarsveitarinnar Garðars. mynd/Hafþór Hreiðarsson

Björgunarsveitin Garðar á Húsavík var kölluð til aðstoðar í morgun þegar koma þurfti  tveim sjúklingum af Heilbrigðisstofnun Þingeyinga  á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Ekki var fært fyrir sjúkrabíla þar sem Víkurskarðið var ófært, eins og það hefur reyndar verið nær alla helgina. Þá var vegurinn um Dalsmynni og Fnjóskadal lokaður vegna snjóflóðahættu.

Beiðnin um aðstoðina kom kl. 8;30 og var farið var á báðum bílum björgunarsveitarinnar.

Að sögn Eysteins H. Kristjánssonar sem fór fyrir ferðinni gekk húnn vel og voru bílarnir komnir til Akureyrar laust fyrir kl. 12. „Víkurskarðið var alveg kolófært og snjóruðningarnir upp á rúður á bílnum sem er nú frekar stór í sniðum,” sagði Eysteinn en þeir fengu aðstoð snjóruðningstækis við að komast yfir skarðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert