151 sagt upp hjá ÍAV

Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) munu segja upp 151 starfsmanni um mánaðamótin. Þá verður 19 starfsmönnum til viðbótar boðin önnur störf innan félagsins eða lækkað starfshlutfall. Eftir uppsagnirnar munu yfir 400 manns starfa hjá ÍAV auk nokkur hundruð starfsmanna undirverktaka.

Fyrirtækið segir, að mikill samdráttur hafi orðið á verktaka- og fasteignamarkaði að undanförnu og mikil óvissa sé um öflun nýrra verkefna. Þess vegna neyðist fyrirtækið til að segja upp starfsfólki.

Uppsagnirnar ná til starfsmanna úr öllum þeim starfsstéttum er starfa hjá félaginu og hefur Vinnumálastofnun verið tilkynnt um uppsagnirnar. Starfsfólki sem hefur verið sagt upp störfum verður veitt ráðgjöf varðandi réttindi sín, aðstoðað við atvinnuleit og aðra tengda þætti. Í tilkynningu frá félaginu segir, að forsvarsmenn ÍAV muni leitast við að liðsinna öllum sínum starfsmönnum hvað best þeir geta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert