Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum

Hluti fundargesta í Iðnó í kvöld.
Hluti fundargesta í Iðnó í kvöld. mbl.is/Golli

Það komust færri að en vildu á opin borgarafund sem var haldinn í Iðnó í Reykjavík í kvöld, en fundurinn hófst kl. 20. Mjög heitar umræður spunnust og um miðjan fundinn voru gerð hróp og köll að þeim 10-12 alþingismönnum, sem voru mættir, er þeir voru beðnir um að koma upp á svið til að svara spurningum fundargesta.

Lilja Mósesdóttir hagfræðingur var einn frummælenda á fundinum í kvöld. Hún lýsti yfir verulegum áhyggjum yfir þeim skilyrðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni setja fyrir því láni sem íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir. Hún segir að þau skilyrði hvíli þungt á sér. Ástæðan er sú að í skilyrðum IMF er talað um aðhaldssama stjórn peningamála, sem þýði á mæltu máli vaxtahækkun.

Hún sagði að vaxtahækkun sé algengt viðbragð IMF þó vitað sé að vaxtahækkun auki fjármálakreppuna. Hún bendir á að vaxtahækkun norskra stjórnvalda í kjölfar bankakreppunnar þar hafi leitt til aukinnar kreppu. Fleiri fyrirtæki hafi orðið gjaldþrota og fleiri hafi orðið atvinnulausir. 

Hún óttaðist einnig mikið gengisfall krónunnar þegar hún fer aftur á flot.

Aðrir frummælendur á fundinum voru Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður og Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert