Ísland endurskoði ESB-afstöðu

Björgvin G. Sigurðsson, Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, Alexander Stubb, …
Björgvin G. Sigurðsson, Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar á blaðamannafundi í dag. norden.org/Magnus

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagði í Helsinki í dag, að Ísland eigi að endurskoða þá afstöðu, að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu og taka þátt í evrópska myntsamstarfinu til að vera betur búið undan efnahagsörðugleika í framtíðinni.

Björgvin sækir Norðurlandaráðsþing í forföllum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og sat í morgun fund utanríkisráðherra Norðurlandanna.

AP fréttastofan hefur eftir Björgvini, að Samfylkingin vilji að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og fjármálakreppan á Íslandi nú muni örugglega leiða til aukinnar umræðu um kosti ESB-aðildar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert