Sex ungmenni flutt á sjúkrahús

Slökkviliðsmenn að störfum í Grundargerði í kvöld.
Slökkviliðsmenn að störfum í Grundargerði í kvöld. mbl.is/Júlíus

Sex ungmenni hafa verið flutt á slysadeild með brunasár eftir að eldur kviknaði út frá gasi í Grundargerði í Reykjavík nú á níunda tímanum í kvöld. Skúr sem ungmennin voru í skemmdist mikið í gassprengingu. Lögreglu og slökkviliðsmenn voru með gífurlegan viðbúnað.

Þrjú ungmenni eru mikið brennd. Sprengingin var það öflug að gafl hússins rifnaði út að hluta.

Verið er að kanna hvort fleiri ungmenni hafi verið í skúrnum og hvort þau hafi einnig slasast í sprengingunni. Fjöldi björgunarsveitarmanna hafa verið kallaðir á svæðið til leitar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert